Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Eigum harma að hefna“
Þriðjudagur 5. júlí 2005 kl. 12:43

„Eigum harma að hefna“

Grindvíkingar taka á móti Fylkismönnum á Grindavíkurvelli í kvöld í 16 – liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15. 

Síðast þegar liðin áttust við var það í Landsbankadeildinni og mörðu Árbæingar sigur í þeim leik þegar aðeins 2 mínútur voru til leiksloka.

Óskar Örn Hauksson, miðvallarleikmaður Grindvíkinga, taldi lykilinn að sigri Grindavíkur í kvöld vera yfirvegun. „Við eigum harma að hefna en ef við spilum okkar leik, erum á tánum og höldum boltanum ásamt því að vera yfirvegaðir þá er sigurinn okkar. Við höfum verið okkar versti óvinur í sumar og höfum t.d. verið að fá á okkur klaufamörk en það stendur til bóta,“ sagði Óskar í samtali við Víkurfréttir í dag. Aðspurður spáði Óskar því að Grindavíkursigur ynnist í kvöld og það 2-0.

VF-mynd/ Óskar í leik með Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024