Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Egill rifti samningi sínum við Hellin
Mánudagur 3. september 2007 kl. 20:59

Egill rifti samningi sínum við Hellin

Miðherjinn Egill Jónasson hefur snúið aftur heim frá körfuboltaliðinu ADB Hellin á Spáni þar sem hann varð fyrir töluverðum vonbrigðum með aðstæður ytra. Egill var með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann gæti rift samningi sínum fyrir 22. september sem hann og gerði. Egill mætti á æfingu hjá Njarðvíkingum í kvöld. Egill samdi við ADB Hellinn þann 23. ágúst síðastliðinn og hélt þá út til æfinga með liðinu.

 

,,Þetta var ekki að ganga þarna úti, það voru 2-3 leikmenn sem kunnu smá í ensku og þá var boltinn þarna úti ásamt aðstöðunni til æfinga ekki góð. Ég bjóst við meiri fagmennsku,” sagði Egill. Leikmaðurinn tjáði Víkurfréttum að Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkinga, vildi fyrir alla muni hafa hann í herbúðum þeirra grænu.

 

,,Ef annað kall kemur að utan myndi ég skoða það tilboð betur því ég hafði bara tvo daga til að gangast að þessum samningi. Næst mun ég taka mér lengri tíma til að ákveða mig því ég vil ekki fara í aðra eins fýluferð,” sagði Egill.

 

Aðspurður hvort hann myndi vera í grænu í vetur svaraði Egill því til:

,,Það er ekki sjálfgefið að ég spili með Njarðvík í vetur en ég reikna með því þar sem mér líkar vel í Njarðvík og kann vel við Teit þjálfara en það á eftir að fara yfir málin.”

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024