Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Egill gæti misst af toppslagnum
Fimmtudagur 2. nóvember 2006 kl. 00:23

Egill gæti misst af toppslagnum

Egill Jónasson, miðherji Íslandsmeistara UMFN, gæti misst af stórleik Njarðvíkur og Grindavíkur í úrvalsdeildinni á morgun en hann meiddist á ökkla í sigurleik Njarðvíkinga gegn Tindastóli fyrir skemmstu.

Egill Hefur ekkert getað æft síðan en Einar Árni Jóhannsson, þjálfari meistaranna, sagði í samtali við Víkurfréttir að reynt yrði til þrautar að fá hann í stand fyrir leikinn mikilvæga.

Igor Beljanski, sem mun koma til með að deila miðherjastöðunni með Agli og Friðriki Stefánssyni, er kominn til landsins ogfarinn að æfa, en verður ekki löglegur með liðinu fyrr en í leiknum gegn Snæfelli á sunnudag.

VF-Mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024