Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Ég keppi alltaf með tyggjó.“
Sunnudagur 11. mars 2018 kl. 06:00

„Ég keppi alltaf með tyggjó.“

Björk Gunnarsdóttir leikur körfuknattleik með Njarðvík en að hennar sögn er skemmtilegasta sagan af ferlinum þegar þær tryggðu sér annað sætið í Maltbikarnum í janúar sl. Björk svaraði nokkrum Sportspjalls-spurningum fyrir Víkurfréttir.

Fullt nafn: Björk Gunnarsdóttir.
Íþrótt: Körfubolti.
Félag: Njarðvík.
Hjúskaparstaða: Einhleyp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Þegar ég var um 7 ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Guðni Erlendsson.
Hvað er framundan? Framundan er að klára tímabilið í körfunni og einnig er ég að klára fyrsta árið mitt í verkfræði.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Örugglega þegar ég var að spila með U18 ára landsliðinu og við lentum í 4. sæti á Evrópumóti sem haldið var í Bosníu. Held að það sé einn besti árangur sem U18 ára landslið kvenna hefur náð á Evrópumóti.

Uppáhalds:
Leikari: Julia Roberts.
Bíómynd: Ég er lúmskur Harry Potter aðdáandi.
Bók: Engin ein sem sker sig úr.
Alþingismaður: Ég hef ekki hugmynd.
Staður á Íslandi: Ég er mjög heimakær svo ég verð að segja heima.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég keppi alltaf með tyggjó. Ég byrjaði á því þegar Margrét Sturlaugsdóttir var þjálfarinn minn, mig minnir að hún hafi sagt að þetta myndi auka vatnsframleiðsluna í munninum, hef verið háð því að keppa með tyggjó síðan.

Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á allar æfingar með það hugarfar að leggja mig 100% fram, svo reynir maður að æfa aukalega eins mikið og maður getur.

Hver eru helstu markmið þín? Ég stunda nám í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, langar að klára það nám samhliða því að spila körfubolta.

Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Svo margar skemmtilegar sögur, en sú nýlegasta er örugglega þegar við lentum í 2. sæti í Maltbikarnum, þar sem enginn hafði trú á okkur en við sýndum loksins hvað í okkur býr.

Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Alltaf gera sitt besta og muna að það er aukaæfingin sem gerir góðan leikmann að frábærum leikmanni.