Ég er stoltur Grindvíkingur í dag og alla daga
– segir Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir sem varð Noregsmeistari í knattspyrnu í dag með liði sínu Vålerenga eftir 3:1 sigur á Stabæk í lokaumferðinni.
Ingibjörg er fyrirliði liðsins og tók við bikarnum eftir leikinn í dag en hún segir í færslu á Facebook að síðasti sólarhringur hafi verið erfiður:
„Tilfinningarússíbani síðustu 24 tímana. Fólkið mitt og heimabærinn minn í mikilli óvissu og það lagðist þungt á hjartað. Eitt er víst að við Grindvíkingar erum alvöru víkingar sem gefast aldrei upp og þjappast saman við mótlæti. Ég er stoltur Grindvíkingur í dag og alla daga.“