„Ég efast um að það sé hægt að toppa þetta tímabil“ sagði Brenton Birmingham fyrirliði Njarðvíkinga
„Þetta var annar hörkuleikur og við vissum að þetta yrði efitt. Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik og hittu vel en við komum aftur og náðum að sigra. Þessi titill er ekkert betri en sá fyrsti en það sem er frábært er að við unnum þrjá titla á þessu tímabili og ég efast um að hægt sé að toppa þetta tímabil. Ég veit ekki hvar ég spila á næsta tímabili en það sem ég veit er að ég mun djamma nú í tvær vikur“.