Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 1. nóvember 2004 kl. 21:04

Efnilegur leikmaður gengur til liðs við Keflavík

Hinn efnilegi knattspyrnumaður Hafsteinn Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Keflavík frá Reyni í Sandgerði.

Hafsteinn er 19 ára gamall og var nokkuð eftirsóttur þar sem allmörg lið voru á höttunum eftir honum en hann valdi Keflavík. Samkvæmt heimasíðu Keflavíkur er Hafsteinn öflugur vinstrifótarleikmaður og lék 15 leiki með Reyni í 3. deild Íslandsmótsins í sumar og skoraði 2 mörk.

Heimasíðan segir einnig að Keflvíkingar vinnu nú fast að því að finna þjálfara og semja við leikmenn. Mest útlit er fyrir að Haraldur Guðmundsson, varnarjaxl og varafyrirliði liðsins, sé á förum frá liðinu. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að honum hafi borist samningstilboð frá norska liðinu Aarhus og hann hafi svarað með gagntilboði. Mál hans myndu skýrast á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024