Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Efnilegur júdókappi á Suðurnesjum
Þriðjudagur 29. desember 2020 kl. 16:08

Efnilegur júdókappi á Suðurnesjum

Daníel Dagur Árnason úr Júdodeild Njarðvíkur fékk sérstök verðlaun hjá Júdósambandi Íslands fyrir framúrskarandi frammistöðu unglings í fullorðinsflokki á árinu.

Daníel, sem er 16 ára vann til bronsverðlauna á Reykjavík Judo Open 2020 í -60 kg flokki karla. Fyrir utan bronsverðlaun á RIG þá vann hann tvenn gull verðlaun og ein silfurverðlaun í U18 og U21 árs flokkum á árinu og af tólf viðureignum vann hann níu þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024