Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 26. janúar 2005 kl. 18:51

Efnilegir Suðurnesjakrakkar æfa með landsliðum

Fjórir Keflvíkingar og tveir Grindvíkingar voru valdir í landsliðsúrtak fyrir U-17 ára og U-19 ára landslið karla og kvenna.  Æfingar fara fram í Reykjaneshöll og Egilshöll um næstu helgi en alls eru 57 leikmenn boðaðir til æfinga að þessu sinni.  Hjá Keflavík var Ólafur Jón Jónsson valinn í U-19 ára hópinn og þeir Einar Orri Einarsson og Björgvin Magnússon í U-17 ára liðið.
Þá var Mist Elíasdóttir markmaður meistaraflokks kvenna valin til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ í U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.

Auk þeirra voru Grindavíkurstúlkurnar Bentína Frímannsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir valdar til að æfa með U-17 liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024