Efnilegir leikmenn Njarðvíkur keppa í undanúrslitum bikarkeppninnar
Njarðvíkingar munu mæta Skallagrími í undanúrslitaleik kvenna í Maltbikarnum kl. 17 í dag í Laugardalshöll og geta þar með komist í úrslit bikarkeppninnar í fimmta sinn í sögunni.
Lið Njarðvíkur er ennþá án sigurs í Domino´s deildinni og hefur tapað öllum fimmtán leikjum sínum hingað til, en stelpurnar hafa þó náð að slá út tvö sterk lið Domino´s deildarinnar, Stjörnuna og Breiðablik, í Maltbikarnum.
Njarðvík er skipað ungum og efnilegum leikmönnum og verður spennandi að sjá hvort þeim takist að sigra Skallagrím seinni partinn í dag.