Efnilegir Keflvíkingar skrifa undir
Keflvíkingar gengu frá samningum frá við sex efnilega leikmenn kvennaliðsins í knattspyrnu á dögunum. Liðið hefur verið að leika vel að undanförnu og fór m.a. í úrslit Lengjubikarsins þar sem þær töpuðu gegn Haukum. Þessir leikmenn eru á myndinni frá vinstri, Ljiridona Osmani, Sveindís Jane Jónsdóttir, Birgitta Hallgrímsdóttir, Amber Pennybaker, Þóra Kristín Klemenzdóttir og Brynja Pálmadóttir. Á hinni myndinni eru einnig Jón G. Benediktsson formaður knattspyrnudeildar og Benedikta Benediktsdóttir formaður kvennaráðs.