Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Efnilegir afreksmenn frá Suðurnesjum
    Sindri Kristinn Ólafsson, Ari Steinn Guðmundsson,(Keflavík) Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson (Njarðvík).
  • Efnilegir afreksmenn frá Suðurnesjum
    Samúel Kári er fyrirliði U19 liðs Íslands.
Mánudagur 20. október 2014 kl. 10:30

Efnilegir afreksmenn frá Suðurnesjum

Fimm Suðurnesjamenn voru í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í undankeppni EM knattspyrnu í Króatíu á dögunum. Þeir Sindri Kristinn Ólafsson, Ari Steinn Guðmundsson, Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson leika með liðunum í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík. Sá fimmti er svo fyrirliði landsliðsins, Samúel Kári Friðjónsson, sem nú leikur sem atvinnumaður með Reading í Englandi.

Allir strákarnir fyrir utan Samúel eiga það sameiginlegt að vera á afreksíþróttalínu Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem nú er starfrækt fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksíþróttamanna, samhliða krefjandi bóknámi. Hópurinn hittist fyrst á morgnana fjóra daga vikunnar en byrjar svo í hefðbundnum kennslustundum kl. 10:00. Á þessari önn eru 34 nemendur sem taka þátt. Þar af eru 25 í knattspyrnu og 9 í bardagaíþróttum, þ.e. taekwondo og hnefaleikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024