Efnilegar knattspyrnukonur semja við Keflavík
Þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu á dögunum undir samning við Keflavík. Stúlkurnar eru allar 15 ára gamlar og yngstu leikmenn sem hafa undirritað samning við kvennalið Keflavíkur.
Hér sjást þær Guðrún Ólöf Olsen, Íris Björk Rúnarsdóttir og Agnes Helgadóttir við undirritunina ásamt Andrési Hjaltasyni frá kvennaráði Keflavíkur.
VF-mynd/Þorgils
VF-mynd/Þorgils