Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Efnilegar fimleikastúlkur á Möggumótinu
Fimmtudagur 18. nóvember 2004 kl. 10:52

Efnilegar fimleikastúlkur á Möggumótinu

Fimleikadeild Keflavíkur stóð fyrir Möggumóti þann 12. nóvember síðastliðinn. Mótið heitir eftir Margréti Einarsdóttur sem stofnaði fimleikadeildina 12. september 1985.

Mótið er ætlað fyrir stúlkur sem ekki eru farnar að keppa á mótum Fimleikasambands Íslands en eru að þjálfa sig upp í það. Alls voru það 33 stúlkur úr Fimleikadeild Keflavíkur sem tóku þátt í Möggumótinu en þær voru á aldrinum 8-11 ára. Þrátt fyrir aldursmun keppenda kepptu stúlkurnar allar um sömu verðlaun þar sem þær eru allar að æfa sömu æfingarnar.

Sigurvegarar í eftirtöldum greinum:

Stökk
1. sæti Hulda Sif Gunnarsdóttir
2. sæti Olga Ýr Georgsdóttir
3. sæti Rakel Halldórsdóttir

Tvíslá
1. sæti Olga Ýr Georgsdóttir
2. sæti Sólný Sif Jóhannsdóttir
3. sæti Brynja Rúnarsdóttir

Slá
1. sæti Helga Rún Jónsdóttir
2. sæti Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
3. sæti Alexía Rós Viktorsdóttir og Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir

Gólf
1. sæti Sandra Ósk Aradóttir
2. sæti Anna Kristín Árnadóttir
3. sæti Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir

Samanlagt
1. sæti Helga Rún Jónsdóttir
2. sæti Olga Ýr Georgsdóttir
3. sæti Hulda Sif Gunnarsdóttir

Tilviljanakennd liðakeppni – stigahæsta liðið
Karólína M. Baldvinsdóttir
Elva Margrét Sigurbjörnsdóttir
Olga Ýr Georgsdóttir

Þjálfarar stúlknanna eru Robert, Ionela, Tinna Ösp, Eva Dögg og Kolbrún Ósk

Mynd 1: Ólöf Rún á tvíslá. Mynd 2: Margrét Einarsdóttir mætti að sjálfsögðu á sitt eigið mót. Mynd 3: Ungu dömurnar voru mjög einbeittar á mótinu.

VF-myndir/ Jón Björn

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024