Efling kvennagolfs

Konur í golfklúbbunum í Sandgerði og Leirunni spiluðu golf saman á Kirkjubólsvelli þann 20. júlí síðastliðinn.
Það voru 25 golfkonur sem hittust á Kirkjubólsvelli í góða veðrinu síðdegis og léku í blönduðum hollum, sumar 9 holur og aðrar fóru allan völlinn.
Þetta er liður í því að efla kvennagolf á Suðurnesjum en í þessum tveimur klúbbum hittast konur reglulega til að spila saman. Næsta mánudag, 25 júlí, verður Kvennagolfdagur í Leirunni þar sem kennari og leiðbeinendur bjóða öllum golfáhugakonum á Suðurnesjum að koma kl. 17.15 og njóta ókeypis tilsagnar í grunnatriðum golfíþróttarinnar. 
Meðfylgjandi eru svo skemmtilegar myndir sem teknar voru af kylfingunum.







 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				