Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Edwin gerir teikningar af stækkun Húsatóftavallar í 18 holur
Þriðjudagur 6. mars 2007 kl. 11:48

Edwin gerir teikningar af stækkun Húsatóftavallar í 18 holur

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn 23. febrúar.  Edwin Roald Rögnvaldsson, golfvallahönnuður, mætti á fundinn og var með kynningu á þeirri vinnu sem hann hafði unnið fyrir klúbbinn, þ.e.a.s.  teikningar af stækkun Húsatóftavallar úr 13 holum í 18 og lagði hann fram 7 tillögur að völlum með hinum ýmsu slaufum.  Sú teikning sem félagsmönnum leist einna best á (er tillaga nr. 1) og fylgir hér með fréttinni.  Klúbbfélagar vonast til að það verði staðið vel við bakið á þeim í uppbyggingu 18 holu golfvallar.

 

Breyting á stjórn var óveruleg á aðalfundinum.  Guðmundur Valur Sigurðsson dró sig úr stjórn og Páll Erlingsson kom inn í hans stað. Annars er stjórn Golfklúbbs Grindavíkur skipuð þessum aðilum: Gunnar Már Gunnarsson er formaður. Aðrir í stjórn eru:  Páll Erlingsson,  Eiríkur Benediktsson,  Hávarður Gunnarsson,  Jósef Ólafsson,  Bjarki Guðmundsson og Sigurður Jónsson.

 

Félagsgjöldin fyrir árið 2007 hækka um 1.000 kr.- á alla aðila nema unglingana og námsmenn.  Einnig var ákveðið  á fundinum að fella út fjaraðildargjald og í kjölfarið var sagt upp samningi við GKG um 50% gjald á milli klúbba.

 

Félagsgjöldin eru því eftirfarandi fyrir árið 2007:

•        Einstaklingsgjald   36.000 kr.-

•        Hjónagjald    54.000 kr.-

•        Nýliðagjald    26.000 kr.-

•        67 ára og eldri    16.000 kr.-

•        Námsmannagj.(dagskóla)  15.000 kr.-

•        15 ára og yngri    FRÍTT

 

Vallarstjórinn, Guðjón Einarsson, hefur verið endurráðinn.  Hann og hans “meðhjálparar” í fyrra skiluðu góðu starfi og vonast klúbbfélagar að völlurinn verði með svipuðu móti eða betri í ár. 

 

Mynd: Teikning Edwins sem klúbbfélögum leist best á.

 

www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024