Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dýrmætur sigur Njarðvíkinga
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 08:45

Dýrmætur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkurkonur nældu sér í tvö dýrmæt stig í botnbaráttu Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar þær báru sigurorð af KR-ingum á útivelli í gær. Nikitta Gartrell sem nýlega kom til liðs við Njarðvíkinga, átti stóran þátt í 62-72 sigri, en hún skoraði 31 stig og tók 17 fráköst í leiknum. Njarðvíkingar minnkuði bilið frá botni deildarinar í næstu lið með sigrinum en nú munar aðeins fjórum stigum á næsta sæti þar sem Grindvíkingar dvelja.

Tölfræðin: Njarðvík - Nikitta Gartrell 31/17 fráköst/6 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 16/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 8/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024