Dýrmætur sigur fyrir vestan
Garðbúarnir sá um Ólsara
Keflvíkingar sóttu dýrmæt þrjú stig á Ólafsvík í Pepsi deild karla í fótbolta í kvöld. Keflvíkingar unnu þá 1-3 sigur gegn Víkingum þar sem þeir lentu undir í byrjun leiks. Garðmennirnir Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þórir Matthíasson sáu svo um að breyta gangi leiksins. Jóhann skoraði tvo mörk í síðari hálfleik en Magnús skoraði svo eitt í blálokin til þess að gulltryggja sigurinn.
Keflvíkingar eru sem stendur í 8. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er svo gegn Fylki á heimavelli, mánudaginn 20. maí.
Jóhann setti tvö mörk í kvöld.