Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 29. júlí 2003 kl. 21:52

Dýrmæt stig til Njarðvíkinga

Njarðvík sigraði HK 2-1 á heimavelli í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Nágrannar þeirra í Keflavík náðu hins vegar aðeins einu stigi á Akureyri þar sem þeir gerðu 2-2 jafntefli við heimamenn í Þór.Að loknum 12 umferðum eru Keflvíkingar enn efstir með 27 stig og Þór í 2. sæti með 22 stig. Njarðvíkingar styrktu stöðu sína í deildinni með sigrinum og eru nú 15 stig í 6. sæti.
Þá má geta þess að Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason skoraði loksins fyrir Fylki í 2-0 sigri liðsins á ÍBV. Haukur hefur haft hægt um sig upp á síðkastið eftir að hafa verið iðinn við kolann í upphafi móts.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024