Dúfa til Keflavíkur: Samið við nokkra leikmenn
Knattspyrnukonurnar Björg Ásta Þórðardóttir, Elísabet Ester Sævarsdóttir og Dúfa Ásbjörnsdóttir skrifuðu í gær undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Keflavíkur.
Björg Ásta hefur verið einn af burðarásum meistaraflokks undanfarin ár en hún á að baki 71 meistaraflokksleik, 25 með Keflavík og 46 með Breiðablik. Björg hefur leikið 43 landsleiki, 8 með A-landsliði, 12 með U-21, 15 U-19 og 8 U-17.
Elísabet Ester hefur leikið 38 meistaraflokksleiki, 31 með Keflavík og 7 með RKV. Dúfa á að baki 26 meistaraflokksleiki með Breiðablik og 3 U-21 landsleiki. Dúfa er einnig liðtækur körfuknattleiksmaður en hún lék með
Þá hafa þær Lilja Íris Gunnarsdóttir og Guðný Petrína Þórðardóttir einnig endurnýjað samninga sína við Kefalvík en það gerðist fyrr í vetur.
VF-mynd/ www.keflavik.is – Dúfa og Þórður Þorbjörnsson, formaður meistaraflokksráðs Keflavíkurkvenna, við undirskrift samninganna fyrr í vikunni.