Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dröfn með 100 leiki fyrir Grindavík
Haukur Guðberg, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Dröfn Einarsdóttir fyrir leik Grindavíkur og Aftureldingar. Myndir/Petra Rós Ólafsdóttir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 26. júlí 2024 kl. 09:17

Dröfn með 100 leiki fyrir Grindavík

Fyrir leik Grindavíkur og Aftureldingar í Lengjudeild kvenna síðasta þriðjudag afhenti Haukur Guðberg, formaður knattspyrnudeildarinnar, Dröfn Einarsdóttur viðurkenningu fyrir 100 spilaða leiki fyrir Grindavík í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Dröfn spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki í Borgunarbikarnum gegn Þrótti árið 2014, þá fimmtán ára gömul. Dröfn hefur alls leikið 244 leiki í mótum á vegum KSÍ en hún lék með Keflavík árin 2019 til 2023 áður en hún sneri aftur heim í Grindavík fyrir þetta tímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leik Grindavíkur og Aftureldingar lauk með jafntefli (1:1) en meðfylgjandi myndir tók Petra Rós Ólafsdóttir á leiknum.