Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 12:21

Drengjaflokkurinn í Keflavík keppir á alþjóðlegu móti

Um páskana mun drengjaflokkur Keflavíkur í körfuknattleik fara til Purmerend í Hollandi og spila þar á mjög sterku alþjóðlegu körfuknattleiksmóti. Þetta mót er talið eitt af þeim bestu fyrir yngri flokkana og segja þeir sem þekkja til að mótið í ár verði það sterkasta hingað til. Þjálfari liðsins er Björn Einarsson og segir hann að strákarnir hafi undanfarið verið að safna peningum fyrir ferðinni og hefur sú söfnun gengið framar vonum en þeir eru tæplega hálfnaðir með verkið. Þeir hafa verið að safna dósum og talað við fjölda fyrirtækja sem hafa stutt við bakið á þeim, t.d. í formi áheita. Á laugardaginn 9. febrúar verða þeir með körfuboltamaraþon í íþróttahúsinu við Myllubakkaskóla frá 9.00 til 21.00 og er öllum velkomið að koma og fylgjast með strákunum. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja styrkja strákana eða hafa nú þegar styrkt þá til að fylgjast aðeins með þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024