Drengjaflokkur Keflavíkur þrífur bíla um helgina
Strákarnir í drengjaflokki Keflavíkur ætla að þrífa bíla um helgina á planinu fyrir aftan Ný-ung á Hafnargötu. Þetta er liður í söfnun drengjanna fyrir körfuboltaferð til Hollands um páskana. Bílaþrifin verða á laugardag og sunnudag frá kl. 09:00 - 18:00.Strákarnir munu bjóða upp á þrif og bón á góðu verði en þeir sem vilja meiri upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Björn Einarsson í síma:864-3123 eða Róbert í síma: 892-8483.