Dregið í riðla í FIBA Eurocup
Búið er að draga í riðla í FIBA Eurocup í körfuknattleik þar sem Íslandsmeistarar Njarðvíkur og Deildarmeistarar Keflavíkur taka þátt.
Njarðvíkingar drógust í riðil með Cherkasy-Basket LTD, CSK VVS-Samara og Tartu Rock og leika þessi lið í C-riðli.
Keflvíkingar munu leika með BC Dnipro Dnepropetrovsk, Mlekarna Kunin Novy Jicin og Norrköpings Basketförening.
Keppnin hefst í nóvember á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkingar taka þátt en í það fjórða sem Keflvíkingar tefla fram liði í keppninni.
VF-mynd/ frá viðureign Keflavíkur og Madeira á síðustu leiktíð í FIBA Eurocup