Dregið í 1. umferð Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar
Í dag var dregið í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karlaflokki. Um er að ræða fyrstu umferð keppninnar og má segja að topplið Njarðvíkur og Grindavíkur hafi fengið verðuga andstæðinga, en Njarðvík sækir ÍR heim og Bkarmeistarar Grindavíkur fá Snæfell í heimsókn í Röstina. Keflavík sækir Hött heim á Egilsstaði.
Þróttur úr Vogum fær Þór frá Þorlákshfön í heimsókn og Hvíti Riddarin sækir Reyni heim í Sandgerði. UMFN b mætir Hamri/Selfossi og Keflavík b mætir KFÍ á Ísafirði.
Leikirnir verða leiknir 24.-26. nóvember næstkomandi. Það verður gaman að fylgjast með því hverjir komast áfram og hvort að einhver neðri deildar lið nái að koma á óvart. Annars fór drátturinn sem hér segir, en Einar Bollason sá um dráttinn að þessu sinni:
1. umferð Lýsingarbikarsins - 32 liða útdráttur:
Leikur 1: UMFG - Snæfell
Leikur 2: UMFN b - Hamar/Selfoss
Leikur 3: Drangur - FSU
Leikur 4: Reynir S. - Hv. Riddarinn
Leikur 5: Þróttur Vogum - Þór Þ.
Leikur 6: Glói/Leiknir - KR b
Leikur 7: Þór Ak. - Fjölnir
Leikur 8: KR - Haukar
Leikur 9: Höttur - Keflavík
Leikur 10: Fjölnir b - Skallagrímur
Leikur 11: Sindri/ÍBV - Valur
Leikur 12: ÍR - UMFN
Leikur 13: Brokey - Stjarnan
Leikur 14: Breiðablik - Tindastóll
Leikur 15: Mostri - Breiðablik b
Leikur 16: KFÍ - Keflavík b
Áður en dregið var í bikarnum undirrituðu Guðrún Soffía Björnssdóttir, yfirmaður markaðs- og þróunarsviðs hjá Lýsingu, og Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, samning til tveggja ára um áframhaldandi samstarf KKÍ og Lýsingar. Báðir aðilar lýstu yfir mikilli ánægju með samstarf liðinna ára og litu björtum augum á framtíðina.
VF-mynd/Þorgils - Páll Axel Vilbergsson fagnar sigri í bikarúrslitum síðasta vor