Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Draumurinn úti hjá deildarmeisturunum
Keflavík missti af Íslandsmeistaratitlinum þegar Þór Þorlákshöfn landaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 26. júní 2021 kl. 08:45

Draumurinn úti hjá deildarmeisturunum

Þór Þorlákshöfn - Keflavík 81:66 (19:25, 24:15, 15:12, 23:14)

Í gær fór fram fjórði leikur Keflavíkur og Þórs Þorlákshöfnar í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's-deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unni tvær fyrstu viðureignirnar en Keflavík hafði betur í þriðja leiknum. Leikurinn í gær reyndist síðasti leikurinn í einvíginu og Þórsarar hömpuðu Íslandsmeistarabikarnum eftir sigur í einvvíginu, 3:1.

Keflavík mætti vel stemmt til leiks og tók forystu í fyrsta leikhluta (19:25) en Þórsarar sneru dæminu við í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik með þremur stigum, 43:40.

Þriðji leikhluti var jafn, lítið skorað (15:12) en heimamenn juku forskotið í sex stig fyrir síðasta leikhlutann. Framan af var fjórði leikhluti spennandi en í stöðunni 58:58 settu Þórsarar í fluggírinn og skildu Keflvíkinga eftir í rykinu, skoruðu 23 stig gegn aðeins átta stigum Keflavíkur. Lokatölur 81:66.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslitin verða að teljast gríðarleg vonbrigði fyrir Keflavík sem skaraði fram úr öðrum liðum á tímabilinu og stóð uppi sem deildarmeistarar. Talað hefur verið um að Keflvíkingar hafi mætt værukærir til leiks í úrslitaeinvígið og skort hafi upp á einbeitingu liðsins, það skal þó ekki tekið af Þórsurum að þeir léku mjög vel í úrslitunum, toppuðu á réttum tíma og eru vel að fyrst Íslandsmeistaratitli félagsins komnir. 

Lið Keflavíkur náði sér ekki á strik í gær að Dominykas Milka undanskildum, hann bar af í liðinu með 32 stig og tólf fráköst. Calvin Burks Jr., sem hefur verið atkvæðamikill í úrslitunum, komst ekki á blað fyrr en í síðari hálfleik og endaði með aðeins sex stig.


Frammistaða Keflavíkinga: Dominykas Milka 32/12 fráköst, Deane Williams 15/13 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Calvin Burks Jr. 6, Reggie Dupree 3, Valur Orri Valsson 1, Arnór Sveinsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Magnús Pétursson 0, Ágúst Orrason 0.