Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Draumamark hjá Símun tryggði Keflavíkursigur
Fimmtudagur 19. júlí 2007 kl. 21:56

Draumamark hjá Símun tryggði Keflavíkursigur

Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur er liðið lagði Midtjylland frá Danmörku 3-2 á Keflavíkurvelli í fyrsta leik liðanna í undankeppni UEFA keppninnar í knattspyrnu. Símun gerði þriðja mark Keflavíkur á 57. mínútu en leikar stóðu 2-2 í hálfleik.

 

Guðmundur Steinarsson sendi boltann inn af miðjunni á Símun, Færeyingurinn fljúgandi tók á rás, óð inn á miðjuna og lét vaða á markið nokkuð utan við teig og boltinn söng í netmöskvanum uppi í hægra markhorninu, stórglæsilegt mark sem reyndist sigurmarkið.

 

Keflvíkingar fara því 3-2 yfir til Danmerkur í síðari leik liðann sem fram fer þann 2. ágúst næstkomandi. Önnur mörk Keflavíkur í kvöld gerðu þeir Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Brynjar Kristjánsson.

 

Nánar um leikinn síðar.

 

VF-mynd/ Hilmar Bragi BárðarsonSímun fagnar hér ásamt félögum sínum.

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024