Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Draumabyrjun Þróttar Vogum
Mynd: Facebook síða Þróttar Vogum
Þriðjudagur 22. maí 2018 kl. 11:01

Draumabyrjun Þróttar Vogum

- Víðir tapaði gegn Aftureldingu

Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina.

Þróttur Vogum er í góðri stöðu í 2. deildinni eftir góðan sigur á Tindastóli sl. laugardag. Lokatölur leiksins voru 4-0 fyrir Þrótt Vogum. Örn Rúnar Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu, annað mark Þróttara kom á 20. mínútu með marki frá Jordan Chase Tyler og þriðja mark Þróttar skoraði Brynjar Sigþórsson á 40. mínútu úr víti. Í seinni hálfleik skoraði Bjarki Már Árnason sjálfsmark á 80. mínútu. Þróttur er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í 2. deildinni í knattspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ sl. föstudag og urðu lokatölur leiksins 2-1 fyrir Aftureldingu. Ari Steinn Guðmundsson kom Víði yfir á 36. mínútu leiksins og leiddu gestirnir því í hálfleik. Hafliði Sigurðarsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 86. mínútu og Alexander Aron Davorsson tryggði síðan heimamönnum 2-1 sigur með marki á 92. mínútu.