Dramatískar lokamínútur í Njarðvík
Njarðvík tók á móti Fjarðabyggð á laugardaginn þegar liðin áttust við í áttundu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1.
Langt var liðið á leikinn þegar fyrra markið var skorað en það kom á 84. mínútu er Njarðvíkingar fengu dæmda á sig vítaspyrnu.
Enn eitt tapið blasti við Njarðvíkingum en undir lok leiksins var dæmd vítaspyrna á Fjarðabyggð eftir að markvörður liðsins braut á sóknarmanni Njarðvíkinga. Rafn M. Vilbergsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn.
Njarðvíkingar gerðu harða hríð að marki gestanna það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að bæta við marki.
Njarðvíkingar náðu með þessu að lyfta sér upp úr botnsæti deildarinnar og eru nú í næst neðsta sæti með fimm stig.
---
Mynd/umfn.is - Rafn M. Vilbergsson skoraði mark Njarðvíkinga úr vítaspyrnu.