Dramatík í Njarðvík
Mikilvæg þrjú stig eftir sex leiki án sigurs
Njarðvíkingar unn loks sigur í 2. deild karla í fótboltanum eftir þurrkatíð, en ekki hafði unnist sigur í síðustu sex leikjum. Sigurinn kom loks gegn liði Vesta á heimavelli Njarðvíkinga þar sem spennan var í hámarki.
Theódór Guðni Halldórsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks og allt virtist stefna í 1-0 sigur heimamanna. Það var ekki fyrr en á 92. mínútu að gestirnir fengu vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og jöfnuðu metin. Njarðvíkingar héldu hins vegar aftur í sókn og náðu að jafna leikinn á 94. mínútu, þegar boltinn barst til fyrirliðans Styrmis Gauta sem hamraði honum í netið. Mikilvægur sigur í höfn sem kom Njarðvíkingum úr botnbaráttunni og í áttunda sætið.