Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dramatík í Keflavík
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 09:05

Dramatík í Keflavík

Suðurnesjaliðin töpuðu öll

Keflvíkingar töpuðu sínum fjórða leik í röð í Domino's deild kvenna í gær þegar Haukar komu í heimsókn í TM-höllina. Það vantaði ekki spennuna í leikinn en úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu stundu. Keflvíkingar hefðu getað jafnað með þriggja stiga körfu í stöðunni 58-61 og sú virtist vera raunin. Diamber Johnson skoraði fyrir Keflavík þegar leiktíminn rann út og allt virtist stefna í framlengingu. Dómarar mátu það hins vegar svo að Johnson hafi stigið á þriggja stiga línuna og því var sigurinn Hauka, 60-61.

Myndband frá lokaskotinu má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Haukar 60-61 (13-16, 18-19, 13-13, 16-13)
Keflavík: Diamber Johnson 17/11 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/11 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 3/5 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0.

Njarðvíkingar máttu sætta sig við stórt tap gegn Hamarskonum í Hveragerði, 84-54. Afleitur seinni hálfleikur gerði það að verkum að Njarðvíkingar töpuðu stórt. Liðið er á botni deildarinnar með 10 stig en Grindvíkingar eru fjórum stigum ofar.

Hamar-Njarðvík 84-54 (15-14, 19-18, 31-13, 19-9)
Njarðvík: Nikitta Gartrell 20/12 fráköst/5 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9, Ína María Einarsdóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 5/4 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4, Ásdís Vala Freysdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.

Grindvíkingar töpuðu einnig í gær gegn toppliði Snæfells, 74-93. Hólmarar virðast hreinlega óstöðvandi og unnu nokkuð öruggan sigur á Grindvíkingum í Röstinni í gær. Gestirnir leiddu naumlega í hálfleik en gerðu svo út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta. Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir Snæfell.

Grindavík-Snæfell 74-93 (20-23, 15-15, 19-34, 20-21)
Grindavík: Crystal Smith 29/9 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/4 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7/6 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Marín Rós Karlsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0.

Staðan í deildinni.