Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 9. júní 2002 kl. 20:45

Dramantískt tap Grindvíkinga í Hafnarfirði

Grindvíkingur töpuðu 3-2 gegn FH-ingum í Hafnarfirði í kvöld. Grindvíkingar voru yfir 2-1 þegar rétt rúmar þrjár mínutur voru til leiksloka. FH-ingar skoruðu þá tvö mörk á rétt rúmum tveimur mínutum og gerðu út um leikinn. Guðmundur Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið á 64. mínutu en hann var búin að fá gult spjald fyrr í leiknum og spiluðu því Grindvíkingar einum manni færri seinustu 25 mínuturnar

Grindvíkingar spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og áttu skilið að sigra, en það varð svo sannarlega dramantískur endir í Hafnafirði í kvöld þar sem 18 ára nýlíði FH-inga Emil Hallfreðsson skoraði jöfnunarmarkið með hörku skalla. Rétt rúmum tveimur mínutum seinna skoraði Jónas Grani Garðarsson sigurmark FH-inga eftir sendingu inn í teig.

Fyrir Grindvíkinga skoruðu þeir Ólafur Örn Bjarnason á 58. mínutur með skalla eftir sendingu frá Gesti Gylfasyni og Óli Stefán Flóventsson á 71. mínutu eftir sendingu einnig frá Gesti Gylfasyni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024