Douse sagt upp störfum í Keflavík
Kristoffer Douse verður ekki meira með Keflavík í Iceland Express-deildinni í körfubolta þessa vertíðina en kappanum hefur verið sagt upp störfum. Douse lék því sinn síðasta leik fyrir Keflvíkinga þegar liðið lagði Snæfell í Iceland Express deild karla í síðustu viku. Þetta staðfesti Birgir Már Bragason stjórnarmaður í Keflavík við Karfan.is í dag.
,,Stjórn KKD Keflavíkur ákvað í samráði við Sigurð Ingimundarson,þjálfara, að segja upp samningnum við Douse. Hann þótti ekki standa undir væntingum sem til hans voru gerðar," sagði Birgir og bætti við að ekki væri á dagskránni að leita af eftirmanni Douse.
Kristoffer Douse lék sex deildarleiki með Keflavík og varð einnig bikarmeistari með félaginu. Douse gerði 9,5 stig og tók 4,2 fráköst með Keflvíkingum í deildarkeppninni.