Dóri Karls tryggði Njarðvíkursigur
Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkur, tryggði sínum mönnum sigur gegn Fjölni með ævintýralegri flautukörfu í Grafarvoginum. Staðan var jöfn þegar skot Brentons Birmingham hrökk af hringnum, en Halldór blakaði boltanum ofaní um leið og tíminn leið út. Staðan 77-79 fyrir Bikarmeistarana.
Njarðvíkinga eru því aðeins tveimur stigum á eftir Snæfelli í 2. sæti Intersport-deildarinnar.