Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dömurnar skelltu sér í golf
Miðvikudagur 27. júlí 2011 kl. 17:51

Dömurnar skelltu sér í golf

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennagolfdagurinn í Leirunni þann 25. júlí síðastliðinn heppnaðist ákaflega vel. Um 30 golfáhugakonur á öllum aldri mættu og nutu sín í golfæfingum í góða veðrinu. Leiðbeinendurnir Íris D. Steinsdóttir, Magdalena Sirrý Þórisdóttir og Erla Þorsteinsdóttir golfkennari áttu veg að vanda að skipulagi og kennslu.

Magdalena Sirrý leiðbeindi á púttvellinum af miklu öryggi og Íris kenndi einfalda leið til að verða betri í að vippa (stutt högg) og Erla kenndi grip og höggstöðu.

Gert er ráð fyrir að halda áfram að efla kvennagolf á Suðurnesjum m.a. með námskeiði og kvennamóti í haust.

Myndasafn frá deginum má nálgast með því að smella hér.