Dominique Elliott til Keflavíkur

Nýr leikmaður er væntanlegur til liðs við Domino´s deildar lið Keflavíkur í körfu en kappinn heitir Dominique Elliott og tekur við af Stanley Robinson sem stóðst ekki væntingar með liðinu í vetur. Þetta kemur fram á karfan.is.

Dominique hefur spilað með Maryland Eastern Shore háskólanum og spilaði á síðasta tímabili í Slóveníu með liði Krka. Elliott lék í Sviss í byrjun tímabils þar sem hann lék með liði Genf en fékk ekki samning þar áfram. Elliott er tveir metrar á hæð, spilar stöðu framherja/miðherja og er um 118 kg.