Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dómarareikningurinn gerður upp
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 14:05

Dómarareikningurinn gerður upp

Félagarnir Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannsson þurfa ekki að hafa áhyggjur lengur því Stjarnan hefur greitt dómarareikninginn sem formaður Stjörnunnar sagðist ekki myndu greiða. Atvikið átti sér stað eftir deildarleik í DHL-deildinni í handbolta þar sem Fram lagði Stjörnuna í Ásgarði og sagði formaður Handknattleiksdeildar Stjörnunnar að dómaraparið Hafsteinn og Gísli hefðu eyðilagt deildarkeppnina hjá Stjörnunni og að hann myndi aldrei greiða þennan reikning sem hann svo reif fyrir framan blaðamann Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og í dag segir á www.visir.is að Stjarnan hafi greitt reikninginn.

 

Leikurinn umræddi átti sér stað um þarsíðustu helgi en strax á mánudeginum var reikningurinn greiddur, að öðrum kosti gæti formaðurinn hafa átt yfir höfði sér sekt frá HSÍ en sérsambandið mun ekki hafa verið hrifið af uppákomunni.

 

Hafsteinn og Gísli hafa dæmt saman í 24 ár en þegar Víkurfréttir heyrðu í Hafsteini skömmu eftir umræddan leik hafði hann litlar áhyggjur af málinu. Gísli og Hafsteinn eru eina handboltadómaraparið af Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024