Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dejan Stamenkovic valinn bestur
Mynd af sigurvegurum kvöldsins. Myndin er fengin af Facebook- síðu Víðis.
Mánudagur 25. september 2017 kl. 09:53

Dejan Stamenkovic valinn bestur

- lokahóf Víðis fór fram um helgina

Lokahóf Víðis var haldið um helgina. Víðir endaði í 3. sæti 2. deildar í knattspyrnu en litlu munaði að liðið næði að tryggja sig upp um deild.

Viðurkenningar voru veittar á lokahófinu og voru hjónin Unna G Knútsdóttir og Jón Ögmunds stuðningsmenn ársins. Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut gullmerki Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efnilegasti leikmaður var Arnór Smári Friðriksson og markahæsti leikmaður Víðis var Helgi Þór Jónsson.
Dejan Stamenkovic fékk útnefninguna besti leikmaður sumarsins, í öðru sæti var Pawel Grudzonski og í þriðja sæti var Róbert Örn Ólafsson.