Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Deildarmeistari í körfu og efsta sæti í Lengjubikarnum sama kvöldið
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 1. apríl 2023 kl. 06:48

Deildarmeistari í körfu og efsta sæti í Lengjubikarnum sama kvöldið

Viðburðarrík helgi að baki hjá körfuknattleiks- og knattspyrnumanninum Jóni Arnóri Sverrissyni sem rifjar upp fermingardaginn sinn

Jón Arnór lék með Þrótti í 2. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn föstudag þegar Þróttur tók á móti KRb í Vogaídýfuhöllinni. Leiknum lauk með 95:73 sigri heimamanna en þetta var síðasti leikur þeirra í deildarkeppninni sem Þróttarar unnu með miklum yfirburðum, þeir eru taplausir á tímabilinu – tuttugu sigrar í jafnmörgum leikjum. Jón Arnór náði aðeins að spila fyrri hálfleik því hann var í byrjunarliði Hafna sem átti leik við Afríku í riðli 2 í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni. Hafnir unnu leikinn með miklum yfirburðum, 12:2 þar sem okkar maður skoraði fimm mörk, og tryggðu sér sigur í riðlinum.

Víkurfréttir slógu á þráðinn til Jóns Arnórs og eftir stutt spjall um atburði helgarinnar báðu hann um að rifja upp fermingardaginn sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú rifjar upp ferminguna?

„Þegar ég rifja fyrst upp ferminguna mína eru bara allar gjafirnar sem maður fékk og allur peningurinn, ef ég á að vera alveg hreinskilinn.“

Af hverju léstu ferma þig? 

„Ég lét ferma mig því það er bara einn af þessum hlutum sem allir gera einhvern veginn og er bara partur af lífinu.“

Hvernig var fermingarundirbúningurinn, presturinn og kirkjan?

„Hann var nú ekkert eitthvað bilað skemmtilegur en Baldur prestur er náttúrlega alvöru kóngur og alltaf gaman af honum. Ég fermdist svo í Njarðvíkurkirkju ásamt öllum úr fermingafræðslutímunum og í svo þurfti maður að mæta nokkrum sinnum í messu í Njarðvíkurkirkju.“

Var haldin veisla og hvað er eftirminnilegast úr henni?

„Það var haldin fermingarveisla og boðið upp á ýmislegt, hamborgarhrygg og kalkún svo eitthvað sé nefnt. Mamma og pabbi sáu til þess að það var allt það helsta í þessari veislu, bæði matur og kaffi.“

Eru einhverjar fermingargjafir sem þú manst eftir?

„Ég fékk Macbook tölvu frá mömmu og pabba, annars fékk ég aðallega pening.“

Ertu að fara í einhverjar fermingarveislur?

„Nei, engar fermingarveislur í ár.“