Deildarmeistaratitillinn mikilvægur
„Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá okkur og deildarmeistaratitillinn því sérlega mikilvægur áfangi. Hann bæði styrkir okkur andlega og gefur okkur heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni” sagði Páll Kristinsson leikmaður Njarðvíkinga. „Mig hlakkar til að mæta Hamarsmönnum í kvöld. Þeir eiga örugglega eftir að berjast fram í rauðan dauðann. Við munum allir eftir leiknum á móti þeim í Hveragerði og einbeitum okkur frá fyrstu mínútu. Njarðvíkingar mæta tilbúnir í úrslitakeppnina eins og alltaf.”