Deildarkeppnin hefst með nágrannarimmu
Keflavík og Njarðvík mætast í fyrsta leik þegar Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik hefst annað kvöld. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst kl. 19:15.
UMFN er spáð sjöunda og næst síðasta sæti deildarinnar á komandi keppnistímabili á meðan Keflvíkingum er spáð meistaratitlinum. Njarðvíkurstúlkur eru samt hvergi bangnar og ætla sér mun stærri hluti í vetur heldur spár segja til um. Lið Keflavíkur hefur á að skipa hörku leikmönnum með mikla reynslu í bland við sigursæla og efnilega leikmenn úr yngri liðum félagsins.
Þrátt fyrir að þessum nágrannaliðum sé spáð ólíku gengi í vetur þá er nokkuð ljóst að það verður hörkuleikur í Ljónagryfjunni á morgun. Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu er ávallt spennandi og ekki er það verra að nágrannaslagur sé í vændum.