Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Deildarkeppni í borðtennis fer fram í Reykjanesbæ
Frá glæsilegri aðstöðu félagsins í gömlu slökkvistöðinni.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. október 2021 kl. 08:45

Deildarkeppni í borðtennis fer fram í Reykjanesbæ

Borðtennisfélag Reykjanesbæjar mun halda deildarhelgi um næstu helgi, 30. og 31. október. Deildarhelgi er umferð í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands. Leikið verður í nývígðri aðstöðu félagsins þar sem slökkviliðið var áður til húsa (Hringbraut 125).

Þetta er fyrsta mótið sem félagið heldur á vegum Borðtennissambandsins en Borðtennisfélag Reykjanesbæjar tekur þátt í deildarkeppninni í fyrsta sinn í ár.

Keppendur BR í 3. deild. Frá vinstri Jón Gunnarsson, Damian Kossakowski, Mateusz Marcykiewicz, Michał May-Majewski, Piotr Bryś, Piotr Herman og á borðinu er lukkudýrið „Pig Halinka“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir