Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Deane Williams á förum frá Keflavík
Deane Williams í leik með Keflavík í vetur. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 22:14

Deane Williams á förum frá Keflavík

Deane Williams mun ekki leika með Keflavík á næstu leiktíð. Williams hefur náð samningum við franska liðið Saint Quentin og mun því leika í næstefstu deild í Frakklandi á næsta tímabili.

Williams var einn af burðarstólpum Keflavíkurliðsins í vetur og á vefsíðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir: „Hans verður sárt saknað í Keflavík, eðal drengur, frábær liðsmaður og geggjaður leikmaður. Körfuknattleiksdeild þakkar Deane kærlega fyrir hans framlags til Keflavíkur og óskar honum og hans fjölskyldu góðs gengis með sitt næsta skref á sínum körfuboltaferli.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024