Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 15. september 2006 kl. 10:10

Davis leikur ekki með Keflavík

Bandaríkjamaðurinn Calvin Davis mun ekki leika með Keflvíkingum í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í vetur. Keflvíkingar höfðu gert samning við leikmanninn fyrir næsta tímabil en Calvin hefur ekki náð sér að fullu af hnémeiðslum sem hann hlaut í Englandi.

Keflvíkingar leita því að nýjum leikmanni í stað Calvins og má fastlega búast við því að Keflavík leiki með tvo Bandaríkjamenn í Evrópukeppninni í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024