Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Davíð Snær: Tilfinningin geðveik
Hér sækir Davíð Snær að Adam Ægi Pálssyni í leik með FH gegn Keflavík á tímabilinu 2022. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. október 2023 kl. 09:21

Davíð Snær: Tilfinningin geðveik

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson, sem leikur með FH, kom inn á og skoraði magnað sigurmark U21 landsliðs Íslands í sigri á Litháen í undankeppni EM25 í gær.

Davíð Snær sagði að tilfinningin hafi verið geðveik þegar hann smurði boltann í samskeytin á 66. mínútu, mínútu eftir að hafa verið skipt inn á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er mikilvægt þegar maður fær sénsinn með landsliðinu að nýta hann og gera allt sem maður getur gert fyrir liðið,“ sagði Davíð Snær í viðtali við KSÍ eftir leikinn sem birtist á samskiptamiðlinum X (áður Twitter). Viðtalið má sjá í spilaranum neðst á síðunni.

„Þetta var virkilega skrítinn leikur. Við missum mann út af, þeir missa mann út af, þeir missa mann út af í meiðslum – þetta var orðið níu móti tíu. Þetta var einn skrítnasti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Davíð jafnframt en eins og má heyra á lýsingu hans gekk á ýmsu í leiknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik fór allt að gerast í þeim seinni. Davíð Snær skoraði á 66. mínútu og skömmu síðar misstu Litháar mann út af (70') en Ísland var ekki lengi manni fleiri. Fjórum mínútum síðar var markverði Íslands vikið af velli með rautt spjald og Adam Ingi Benediktsson fór í markið. Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítið og tryggði Íslandi dramatískan sigur.

Ísland er efst í riðlinum með sex stig og einn leik til góða.