Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð Snær á skotskónum
Miðvikudagur 17. október 2018 kl. 13:36

Davíð Snær á skotskónum

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði eitt af mörkum Íslands þegar drengjalandsliðið gjörsigraði Gíbraltar 8-0. Leikurinn fór fram í Bosníu en þar er riðillinn leikinn. Fyrir leikinn hafði liðið gert jafntefli gegn Úkraínu og Bosníu og er því komið áfram í milliriðil.

Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Danijel Dejan Djuric skoruðu tvö mörk, en Davíð Snær Jóhannsson og Andri Fannar Baldursson skoruðu sitthvort markið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024