Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð Snær á skotskónum
Miðvikudagur 17. október 2018 kl. 13:36

Davíð Snær á skotskónum

Keflvíkingurinn Davíð Snær Jóhannsson skoraði eitt af mörkum Íslands þegar drengjalandsliðið gjörsigraði Gíbraltar 8-0. Leikurinn fór fram í Bosníu en þar er riðillinn leikinn. Fyrir leikinn hafði liðið gert jafntefli gegn Úkraínu og Bosníu og er því komið áfram í milliriðil.

Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Danijel Dejan Djuric skoruðu tvö mörk, en Davíð Snær Jóhannsson og Andri Fannar Baldursson skoruðu sitthvort markið.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

 

VF jól 25
VF jól 25