Davíð smellti honum ofan í á 8. braut
Davíð Jónsson í Golfklúbbi Suðurnesja gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. braut á Hólmsvelli í Leiru í gær. Davíð var rétt búinn að taka golfsettið úr bílskúrnum því þetta var fyrsti hringur sumarsins hjá kappanum.
Hann notaði 9-járn og smellhitti boltann sem lenti á flöt og síðan beint í holu en hún var staðsett framarlega fyrir aftan glompuna, ein erfiðasta staðsetningin á flötinni.
Framunan er stærsta vika ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja en meistarmót klúbbsins hefst á miðvikudag og ljúka á laugardag.