Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Davíð með forystu í meistaramóti GS
Föstudagur 8. júlí 2011 kl. 19:19

Davíð með forystu í meistaramóti GS

Davíð Jónsson er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn í meistaraflokki karla í golfi en meistaramót GS fer nú fram í Leirunni. Um 160 manns taka þátt í mótinu við frábærar aðstæður og rjómablíðu.

Davíð hefur leikið hringina þrjá á 4 undir pari en Sigurður Jónsson er á tveimur undir. Guðmundur R. Hallgrímsson er á pari, fjórum höggum á eftir Davíð sem eins og Sigurður hafa ekki orðið klúbbmeistarar áður. Þeir þrír efstu hafa leikið ágætt golf.
Í meistaraflokki kvenna er Karen Guðnadóttir eini þátttakandinn en hún hefur leikið á 249 höggum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óskar Halldórsson er með fimm högga forskot í 1. flokki karla á 220 höggum en næstur honum kemur Guðni Oddur Jónsson á 225. Guðni F. Oddsson er í 3. sæti á 228 höggum.

Í 2. flokki karla eru Geirmundur Sigvaldason og Guðmundur J. Guðmundsson í forystu á 248 höggum. Í 3. flokki leiðir Hallgrímur Sigurðsson á 258 höggum. 4. og 5. flokkur karla ljúka leik í dag föstudag.

VF-myndir/pket: Efst er Daví Jónsson, Sigurður Jónsson slær síðan á 16. teig og neðst er Guðmundur R. Hallgrímsson að vippa ofan í fyrir fugli á 16. flöt.