Davíð Hildiberg Aðalsteinsson íþróttamaður Keflavíkur 2012
Sundmaðurinn Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var útnefndur íþróttamaður Keflavíkur 2012 í hófi sem haldið var í félagsheimili Keflavíkur í gærkvöldi. Davíð vann þrjá Íslandsmeistaratitla á árinu í 50, 100 og 200 metra baksund.
Davíð er búinn að eiga gott ár í ár þar sem hans besta frammistaða í ár var í 100 metra baksundi á ÍM 50 þar sem hann vann gullverðlaun og fékk fyrir það sund 748 FINA stig sem er virkilega gott og þetta var einnig hans besti tími. Hann var valinn fyrir Íslands hönd til að keppa á Smáþjóða meistaramótinu en gat ekki mætt á það mót. Hann keppti á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Chateres í Frakklnadi nú í nóvember þar sem hann náði sínum bestu tímum í 50 metra, 100 metra og 200 metra baksundi. Fyrir 100 metra baksundið fékk hann 698 FINA stig.
Davíð var einnig hluti af Aldursflokkaliði ÍRB þar sem liðið vann með miklum yfirburðum. Davíð æfir nú í Arizona þar sem hann er í háskóla.