Davíð fékk 18 bingó og leiðir á nýrri púttmótaröð GS
Nærri þrjátíu mættu á púttmót hjá Golfklúbbi Suðurnesja í HF, inniaðstöðu klúbbsins við Hafnargötu í Keflavík, í gærkvöldi en þá var fyrsta mót af tíu í nýrri púttmótaröð haldið í samvinnu GS, Nettó og Ecco.
Davíð Viðarsson púttaði best allra og lék 36 holurnar á 54 höggum eða 18 undir pari. Hann fékk sem sagt 18 bingó og fór þannig í tveimur hringjum af þremur aðra hverja holu á einu höggi. Davíð vann flokk þeirra bestu, eða forgjöf 11 og undir og var tveimur höggum betri en Örn Ævar Hjartarson.
Rúnar Gissurarson var bestur í forgjafarflokki 11 og yfir og var á 64 höggum. Í barna- og unglingaflokki var Jóhannes Snorri Ásgeirsson bestur á 60 höggum, einu höggi betri en Birkir Orri Viðarsson sem varð annar.
Glæsileg verðlaun eru í boði, 10 þús. kr. gjafabréf í Nettó fyrir sigurvegarar í mótaröðinni en þar telja sjö af tíu mótum. Í lokamótinu verða úrdráttarverðlaun fyrir þá sem mæta a.m.k. í sjö mót og þar verða aðalverðlaunin hinir vinsælu Ecco Street golfskór.
Í HF aðstöðunni er einnig hægt að fara í golfhermi sem er skemmtileg græja, slá í net og pútta alla daga nema föstudaga og sunnudaga. Það er opið kl. 18-21 og kl.11-15 á laugardögum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í HF í gær þegar púttmótið fór fram. VF-myndir/pket.